Langöflugasta sprengjan hingað til Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 09:12 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu mun eflaust birtast á sjónvarpsskjám víða um heim í dag. Kjarnorkutilraunir ríkisins hafa verið fordæmdar af alþjóðsamfélaginu Vísir/EPA Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa. Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58
Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09