Langöflugasta sprengjan hingað til Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 09:12 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu mun eflaust birtast á sjónvarpsskjám víða um heim í dag. Kjarnorkutilraunir ríkisins hafa verið fordæmdar af alþjóðsamfélaginu Vísir/EPA Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa. Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58
Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09