Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 12:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir áframhaldandi kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna ógn við Bandaríkin og gefur í skyn að bregðast þurfi við þeim með hernaðaraðgerðum. Þetta segir forsetinn á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Um er að ræða fyrstu viðbrögð Trump við þeim tíðindum að Norður-Kóreumenn hafi í nótt sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa og sú fyrsta frá því að Trump tók við embætti í ársbyrjun. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi hafa í morgun fordæmt tilraunina. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Norður-Kóreu og leiðtoga landsins, Kim Jong-un, sagt að friðarviðræður muni ekki ná að draga úr spennu á Kóreuskaga og hótað að Bandaríkin muni mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ láti síðarnefnda ríkið ekki af kjarnorkutilraunum sínum. „Norður-Kóreumenn hafa framkvæmt meiriháttar kjarnorkutilraun,“ segir í Twitter-færslum Trump nú í morgun. „Orð þeirra og gjörðir eru áfram fjandsamleg og ógn í garð Bandaríkjanna.“ Hann segir að hegðun Norður-Kóreu sé ríkisstjórn Kína til skammar og að Suður-Kóreumenn séu nú að komast að því að friðarviðræður við nágrannaríki þeirra muni ekki bera árangur.South Korea is finding, as I have told them, that their talk of appeasement with North Korea will not work, they only understand one thing!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2017 „Þeir skilja bara eitt,“ segir Trump í lok síðustu færslu sinnar og má gera því skóna að hann eigi við hernaðaraðgerðir af einhverju tagi. Ríkisfréttaveita Norður-Kóreu hefur í morgun hreykt sér af tilrauninni og sagt hana hafa heppnast fullkomlega.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12