Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kim Jong-un fundaði með félögum í Verkamannaflokknum í gær eftir kjarnorkusprengjutilraunina sem gerð var á sunnudaginn. vísir/afp Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira