Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kim Jong-un fundaði með félögum í Verkamannaflokknum í gær eftir kjarnorkusprengjutilraunina sem gerð var á sunnudaginn. vísir/afp Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira