Salernisskiltum skipt út í Hörpu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2017 15:46 Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að tilraunaverkefnið hafi fengið vel VÍSIR Í vikunni verður auglýsingum fyrir framan salernin í kjallara Hörpunnar skipt út. Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að það sé ekki vegna gagnrýninnar sem skiltin hafa fengið. Á þeim stóð meðal annars „Dream a little dream of WC“ og „Hello, is it WC you're looking for“ en í smáu letri kom fram að gestir þyrftu að greiða 300 krónur fyrir að nota salernin. „Það er verið að skipta þeim út fyrir vetrarhaminn, þetta var sérstakt útlit sem var hannað fyrir sumarið og ferðamannatímann í Hörpu. Þetta verður ekki hér áfram og stóð aldrei til,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu í samtali við Vísi. „Það lá alveg fyrir að því yrði skipt út þegar þessum sumarham lyki og Harpan gengi úr honum og inn í menningarhaustið og veturinn.“ Nýjar auglýsingar eru væntanlegar og segir Svanhildur að textinn á þeim verði bæði á ensku og á íslensku. Hún hefur þó ekki séð nýju skiltin og gat ekki sagt til um það hver textinn á þeim verði. Auglýsingarnar sem verða settar upp í þessari eða næstu viku verða í sama stíl og aðrar merkingar í Hörpunni í vetur. 300 króna gjaldið verður áfram en það verður hugsanlega endurskoðað í næsta mánuði. Aðeins rukkað á einni hæðSvanhildur segir að viðbrögðin við þessu 300 króna gjaldi hafi verið alveg ágæt. „Mér finnst mikilvægt að taka það skýrt fram að allir gestir sem sækja hér viðburði í Hörpu, eiga erindi á tónleika, fund, ráðstefnu eða fara hér á Smurstöðina eða Kolabrautina eða annað eins og skipulagðar skoðunarferðir eða sækja hér sýningar sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn, nýta þessa þjónustu gjaldfrjálst.“ Hún segir að þeir sem starfa í húsinu greiði ekki salernisgjald. Svanhildur segir að aðeins sé rukkað inn á snyrtingarnar tvær á K1, neðri jarðhæð, þar sem komið er upp úr bílakjallaranum, ekki aðrar snyrtingar í byggingunni. „Það er aðeins vegna þess hversu gríðarlega mikill fjöldi kemur í húsið bara til að skoða það.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir tilraunaverkefnið hafa gengið velVÍSIR/VALLITilraunaverkefni í sumar„Við vitum að mörg þúsund manns hafa nýtt sér þessa þjónustu og nýtt sér þetta gjald í sumar. Þetta var tilraunaverkefni í sumar og við ætlum að sjá hvernig gengur, við erum með það út september og erum bara að meta reynsluna af því. Reynslan eftir sumarið var bara ljómandi fín en auðvitað gjörbreytist starfsemin í Hörpu í lok ágúst um leið og þessir menningarviðburðir fara aftur af stað og ráðstefnur og fundarhald hefst með fullum þunga,“ segir Svanhildur. „Þetta snýst um að passa vel upp á þetta hús og gæta þess að umgengnin um það sé góð og að sú þjónusta sem sé veitt sér sé í góðu lagi og þá sé bara rukkað fyrir hana hófstillt og eðlilegt endurgjald.“ Jákvæð upplifun mikilvægSést hefur til ferðamanna leggja sig í húsinu eða borða nesti sem þeir mæta með á staðinn. Svanhildur segir að ef slíkt komi upp sé fólki vinsamlegast bent á að það sé ekki alveg við hæfi. Hún segir að þetta sé samt ekki viðvarandi vandamál í Hörpu. „Þetta er fjölsótt hús og allir velkomnir en við væntum þess að gestunum sem komi í húsið að þeir sýni því virðingu að við erum ekki að búast við því að fólk leggi sig mikið eða borði nestið sitt.“ Svanhildur segir að mikilvægast sé að gestum líði vel í húsinu og að upplifun þeirra sé jákvæð af þessu fallegasta húsi landsins. Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að setja þetta gjald á önnur salerni í húsinu. „Það er gjaldtaka á þessar snyrtingar á neðri hæðinni en aðrar snyrtingar eru opnar og gjaldfrjálsar öllum þeim sem eru að sækja hér viðburði og eiga hér viðskipti.“ Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Í vikunni verður auglýsingum fyrir framan salernin í kjallara Hörpunnar skipt út. Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að það sé ekki vegna gagnrýninnar sem skiltin hafa fengið. Á þeim stóð meðal annars „Dream a little dream of WC“ og „Hello, is it WC you're looking for“ en í smáu letri kom fram að gestir þyrftu að greiða 300 krónur fyrir að nota salernin. „Það er verið að skipta þeim út fyrir vetrarhaminn, þetta var sérstakt útlit sem var hannað fyrir sumarið og ferðamannatímann í Hörpu. Þetta verður ekki hér áfram og stóð aldrei til,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu í samtali við Vísi. „Það lá alveg fyrir að því yrði skipt út þegar þessum sumarham lyki og Harpan gengi úr honum og inn í menningarhaustið og veturinn.“ Nýjar auglýsingar eru væntanlegar og segir Svanhildur að textinn á þeim verði bæði á ensku og á íslensku. Hún hefur þó ekki séð nýju skiltin og gat ekki sagt til um það hver textinn á þeim verði. Auglýsingarnar sem verða settar upp í þessari eða næstu viku verða í sama stíl og aðrar merkingar í Hörpunni í vetur. 300 króna gjaldið verður áfram en það verður hugsanlega endurskoðað í næsta mánuði. Aðeins rukkað á einni hæðSvanhildur segir að viðbrögðin við þessu 300 króna gjaldi hafi verið alveg ágæt. „Mér finnst mikilvægt að taka það skýrt fram að allir gestir sem sækja hér viðburði í Hörpu, eiga erindi á tónleika, fund, ráðstefnu eða fara hér á Smurstöðina eða Kolabrautina eða annað eins og skipulagðar skoðunarferðir eða sækja hér sýningar sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn, nýta þessa þjónustu gjaldfrjálst.“ Hún segir að þeir sem starfa í húsinu greiði ekki salernisgjald. Svanhildur segir að aðeins sé rukkað inn á snyrtingarnar tvær á K1, neðri jarðhæð, þar sem komið er upp úr bílakjallaranum, ekki aðrar snyrtingar í byggingunni. „Það er aðeins vegna þess hversu gríðarlega mikill fjöldi kemur í húsið bara til að skoða það.“Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir tilraunaverkefnið hafa gengið velVÍSIR/VALLITilraunaverkefni í sumar„Við vitum að mörg þúsund manns hafa nýtt sér þessa þjónustu og nýtt sér þetta gjald í sumar. Þetta var tilraunaverkefni í sumar og við ætlum að sjá hvernig gengur, við erum með það út september og erum bara að meta reynsluna af því. Reynslan eftir sumarið var bara ljómandi fín en auðvitað gjörbreytist starfsemin í Hörpu í lok ágúst um leið og þessir menningarviðburðir fara aftur af stað og ráðstefnur og fundarhald hefst með fullum þunga,“ segir Svanhildur. „Þetta snýst um að passa vel upp á þetta hús og gæta þess að umgengnin um það sé góð og að sú þjónusta sem sé veitt sér sé í góðu lagi og þá sé bara rukkað fyrir hana hófstillt og eðlilegt endurgjald.“ Jákvæð upplifun mikilvægSést hefur til ferðamanna leggja sig í húsinu eða borða nesti sem þeir mæta með á staðinn. Svanhildur segir að ef slíkt komi upp sé fólki vinsamlegast bent á að það sé ekki alveg við hæfi. Hún segir að þetta sé samt ekki viðvarandi vandamál í Hörpu. „Þetta er fjölsótt hús og allir velkomnir en við væntum þess að gestunum sem komi í húsið að þeir sýni því virðingu að við erum ekki að búast við því að fólk leggi sig mikið eða borði nestið sitt.“ Svanhildur segir að mikilvægast sé að gestum líði vel í húsinu og að upplifun þeirra sé jákvæð af þessu fallegasta húsi landsins. Hún segir að það hafi aldrei komið til greina að setja þetta gjald á önnur salerni í húsinu. „Það er gjaldtaka á þessar snyrtingar á neðri hæðinni en aðrar snyrtingar eru opnar og gjaldfrjálsar öllum þeim sem eru að sækja hér viðburði og eiga hér viðskipti.“
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira