Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2017 20:00 Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig. Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig.
Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira