Sjúkratryggingar greiða aðeins tvær ferðir af allt að þrjátíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2017 06:00 Meðferð mannsins er aðeins í boði í Reykjavík. vísir/vilhelm Karlmaður búsettur á landsbyggðinni mun fá tvær ferðir af átján greiddar hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Frekari kostnaðarþátttöku var hafnað af SÍ og sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚNV). Maðurinn var staddur í Reykjavík í fyrra þegar hann varð fyrir slysi sem hafði í för með sér að hann missti löngutöng vinstri handar, brákaði baugfingur og litlifingur fór úr lið. Til að bjarga baugfingri hefur hann þurft sinkmeðferð en hún er aðeins í boði í Reykjavík. Hefur hann af þeim sökum átján sinnum þurft að gera sér ferð til höfuðborgarinnar. Hann fór því þess á leit við SÍ að tryggingarnar tækju þátt í kostnaði vegna ferða til og frá borginni. SÍ hafnaði bóninni þar sem aðeins væri heimilt að greiða fyrir tvær slíkar ferðir á ári. Maðurinn kærði þá niðurstöðu til ÚNV enda hafði hann farið átján ferðir og fyrirséð að þær yrðu um það bil þrjátíu alls. ÚNV tók kæru mannsins ekki til greina heldur féllst á sjónarmið SÍ. Í reglugerð um ferðakostnað sjúklinga innanlands kæmi fram að tvær ferðir árlega fengjust greiddar. Undantekning heimilaði að fleiri ferðir væru greiddar en til þess þyrfti tilgreinda alvarlega sjúkdóma sem eru taldir upp í reglugerðinni. Meðferð mannsins þótti ekki falla undir þá undantekningarheimild og þarf hann því að bera kostnaðinn sjálfur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Karlmaður búsettur á landsbyggðinni mun fá tvær ferðir af átján greiddar hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Frekari kostnaðarþátttöku var hafnað af SÍ og sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚNV). Maðurinn var staddur í Reykjavík í fyrra þegar hann varð fyrir slysi sem hafði í för með sér að hann missti löngutöng vinstri handar, brákaði baugfingur og litlifingur fór úr lið. Til að bjarga baugfingri hefur hann þurft sinkmeðferð en hún er aðeins í boði í Reykjavík. Hefur hann af þeim sökum átján sinnum þurft að gera sér ferð til höfuðborgarinnar. Hann fór því þess á leit við SÍ að tryggingarnar tækju þátt í kostnaði vegna ferða til og frá borginni. SÍ hafnaði bóninni þar sem aðeins væri heimilt að greiða fyrir tvær slíkar ferðir á ári. Maðurinn kærði þá niðurstöðu til ÚNV enda hafði hann farið átján ferðir og fyrirséð að þær yrðu um það bil þrjátíu alls. ÚNV tók kæru mannsins ekki til greina heldur féllst á sjónarmið SÍ. Í reglugerð um ferðakostnað sjúklinga innanlands kæmi fram að tvær ferðir árlega fengjust greiddar. Undantekning heimilaði að fleiri ferðir væru greiddar en til þess þyrfti tilgreinda alvarlega sjúkdóma sem eru taldir upp í reglugerðinni. Meðferð mannsins þótti ekki falla undir þá undantekningarheimild og þarf hann því að bera kostnaðinn sjálfur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira