Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent