Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Filippus Spánarkonungur nýtti helgina í að heimsækja fórnarlömb árásarinnar. Nordicphotos/AFP Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira