„Það á enginn að þurfa að sitja heima og finnast hann ekki hafa neinn stað til að leita á“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. ágúst 2017 19:00 Yfirlæknir á Landspítalnum segir afgreiðslutíma geðdeildar ekki takmarkaðan og að allan sólarhringinn sé tekið á móti fólki sem telur sig þurfa aðstoð. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna tveggja sjálfsvíga á geðdeild með stuttu millibili. Í yfirlýsingunni vottar Landspítalinn fjölskyldu og vinum þeirra sem sviptu sig lífi á geðdeild með aðeins tíu daga millibili sína dýpstu samúð og segja að bæði atvikin séu til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafa Velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítalinn náið samráð þar sem málin eru í ítarlegri skoðun og greiningu en fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildar sem unnið er að. Afgreiðslutími geðdeildar hefur verið gagnrýndur en á heimasíðu Landspítalans kemur fram að bráðamóttaka geðdeildar við Hringbraut sé opin kl. 12:00 - 19:00 virka daga og kl. 13:00 - 17:00 um helgar og alla helgidaga. „Á öðrum tímum sólarhrings fer það fram á bráðadeildinni í Fossvogi“, segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans.Þið takið alltaf á móti, allan sólarhringinn?„Já. Við tökum alltaf á móti fólki í geðrænum vanda. Við leggjum áherslu á það að þau fói þjónustu fljótt. Þeim er forgangsraðað í háum flokki. Þannig að þeir eiga að hitta hjúkrunarfræðing og lækni tiltölulega fljótt eftir komu og við getum alltaf kallað til geðlækna, allan sólarhringinn ef að við þurfum á að halda,“ segir Jón Magnús. Jón segir að farið hafi verið af stað í umbótavinnu vegna þjónustunnar síðast liðið vor sem ekki er lokið og að það sé áhættuþáttur að þjónustan skuli vera í boði á tveimur stöðum. Hann segir engan mun á þjónustu bráðageðdeildar við Hringbraut og Neyðarmóttöku í Fossvogi. „Í eðli sínu er ekki munur á þessari þjónustu. Munurinn fellst fyrst og fremst í hvar hún er veitt en öllu sömu úrræðin eru fyrir hendi hérna í Fossvogi eins og er á bráðamóttöku geðdeildar,“ segir Jón Magnús. Í yfirlýsingu Landspítalans frá því í morgun segir að vísbendingar séu um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. „Það á enginn að þurfa að sitja heima og finnast hann ekki hafa neinn stað til að leita á. Það er okkur mikið mál að allir finnist þeir geta leitað okkar þegar þeir þurfa á að halda,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05 „Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn 28. ágúst 2017 18:45 Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. 20. ágúst 2017 09:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Yfirlæknir á Landspítalnum segir afgreiðslutíma geðdeildar ekki takmarkaðan og að allan sólarhringinn sé tekið á móti fólki sem telur sig þurfa aðstoð. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna tveggja sjálfsvíga á geðdeild með stuttu millibili. Í yfirlýsingunni vottar Landspítalinn fjölskyldu og vinum þeirra sem sviptu sig lífi á geðdeild með aðeins tíu daga millibili sína dýpstu samúð og segja að bæði atvikin séu til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafa Velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítalinn náið samráð þar sem málin eru í ítarlegri skoðun og greiningu en fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildar sem unnið er að. Afgreiðslutími geðdeildar hefur verið gagnrýndur en á heimasíðu Landspítalans kemur fram að bráðamóttaka geðdeildar við Hringbraut sé opin kl. 12:00 - 19:00 virka daga og kl. 13:00 - 17:00 um helgar og alla helgidaga. „Á öðrum tímum sólarhrings fer það fram á bráðadeildinni í Fossvogi“, segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans.Þið takið alltaf á móti, allan sólarhringinn?„Já. Við tökum alltaf á móti fólki í geðrænum vanda. Við leggjum áherslu á það að þau fói þjónustu fljótt. Þeim er forgangsraðað í háum flokki. Þannig að þeir eiga að hitta hjúkrunarfræðing og lækni tiltölulega fljótt eftir komu og við getum alltaf kallað til geðlækna, allan sólarhringinn ef að við þurfum á að halda,“ segir Jón Magnús. Jón segir að farið hafi verið af stað í umbótavinnu vegna þjónustunnar síðast liðið vor sem ekki er lokið og að það sé áhættuþáttur að þjónustan skuli vera í boði á tveimur stöðum. Hann segir engan mun á þjónustu bráðageðdeildar við Hringbraut og Neyðarmóttöku í Fossvogi. „Í eðli sínu er ekki munur á þessari þjónustu. Munurinn fellst fyrst og fremst í hvar hún er veitt en öllu sömu úrræðin eru fyrir hendi hérna í Fossvogi eins og er á bráðamóttöku geðdeildar,“ segir Jón Magnús. Í yfirlýsingu Landspítalans frá því í morgun segir að vísbendingar séu um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. „Það á enginn að þurfa að sitja heima og finnast hann ekki hafa neinn stað til að leita á. Það er okkur mikið mál að allir finnist þeir geta leitað okkar þegar þeir þurfa á að halda,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05 „Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn 28. ágúst 2017 18:45 Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. 20. ágúst 2017 09:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Margir hafa leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. 29. ágúst 2017 10:05
„Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn 28. ágúst 2017 18:45
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. 20. ágúst 2017 09:05