Fraktflugið upp um 40% með styrkingu krónunnar og Costco Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Breiðþotur Icelandair hafa opnað á nýja markaði. VÍSIR/VILHELM Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent