Hayes spilaði á síðasta tímabili fyrir Wisconsin Badgers og var með 14 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í leik.
Hayes var mjög virkur í Black Lives Matter-hreyfingunni á Twitter og tók þátt í mótmælum samnemenda sinna í Madison, Wisconsin eftir að nemandi mætti á fótboltaleik með grímu af Barack Obama og snöru um hálsinn.
Í viðtali við New York Times í nóvember sagði Hayes: „Ég verð svartur lengur heldur en ég verð atvinnumaður í körfubolta. Það er almenn skynsemi að nota tímann þegar það sem ég segi hefur mest áhrif. Ég er að spila körfubolta og fleira fólk er að hlusta á mig, sem er ástæðan fyrir því að fólk er pirrað og vill að ég þegi.“
Racism towards black people isn't getting "worse", it's getting filmed and shared for all to see what actually goes on. #BlackLivesMatter
— Nigel Hayes (@NIGEL_HAYES) September 21, 2016