Haustverkin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun