Fréttastofa Press Association fullyrðir að Rússum verði ekki meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu sem fara fram í febrúar. Þeir verði hins vegar beittir þungum sektum vegna þeirra fjölda lyfjamisnotkunarmála sem þar hafa komið upp.
Lyfjamisnotkun Rússa kom fram á sjónarsviðið í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó í fyrra en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið ákvað að meina öllum rússnesku frjálsíþróttafólki þátttöku á leikunum.
Málið er nú í höndum tveggja sjálfstæðra nefnda sem voru skipaðar af Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar. Talið er líklegt að niðurstaða þeirra verði að Rússar fái þunga sekt en megi keppa á leikunum í Suður-Kóreu.
Fullyrt er í fréttinni að forráðamenn sambandsins og rússnesku ólympíunefndarinnar hafi komist að samkomulagi um þetta og að afsökunarbeiðni sé tilbúin.
Síðustu Vetrarólympíuleikar fóru fram í Rússlandi en Rússar fengu þá flest gullverðlaun á bæði leikunum sjálfum sem og Ólympíumóti fatlaðra það árið.
Fullyrt að Rússar fái að keppa á næstu Vetrarólympíuleikum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



