Sturlaður norskur eldri maður slasar íslensk hjón Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2017 11:48 Fríið til Noregs tók þegar á sig hina skelfilegustu mynd en meðal fyrstu Norðmannanna sem varð á vegi þeirra Jónu Maríu og Hlyns var sturlaður Norðmaður sem ók á allt sem fyrir varð á bílastæðinu við Lagunen storsenter i Bergen og stofnaði lífi þeirra í stórhættu. Norðmaður á eftirlaunaaldri sturlaðist við verslunarmiðstöð í Bergen í Noregi - Lagunen storsenter i Bergen. Þegar hann komst ekki út af bílastæðinu þar ákvað hann að láta bræði sína bitna á umhverfinu. Hann ók á fullri ferð á nokkra kyrrstæða bíla áður en tókst að stoppa hann af. Hann var svo leiddur af staðnum í fylgd lögreglunnar og sviptur ökuleyfi á staðnum. Hjónin Hlynur Árnason járnsmiður og Jóna María Hafsteinsdóttir auglýsingafulltrúi, voru á staðnum og prísa sig sæl að vera á lífi. En, þau lentu einna verst í hinum óða Norðmanni. Vísir náði tali af Jónu Maríu seint í gærkvöldi og var hún þá enn í hálfgerðu áfalli. Hún segir að þau hafi verið nýkomin til Noregs í frí, en þau eru að heimsækja vinkonu sína sem þar er búsett.Komst ekki út af stæðinu og trylltist„Við vorum bara nýlent. Vinkona okkar kom til að sækja okkur út á flugvöll og við komum þarna við til að kaupa mat og drykk,“ segir Jóna María. Hún segir þau hafa heyrt ískrandi væl í dekkjum þegar maðurinn ekur um stæðið nánast á tveimur dekkjum. Hann keyrir á tvo kyrrstæða bíla.Og svo á okkur og straujar hliðina á bílnum. Ég hélt fyrst að maðurinn væri að fá hjartaáfall. „Hann lyfti upp báðum höndum. Svo kom hann utan í bílinn hjá okkur. Ég var skorðuð aftur í, af ferðatösku og greip um höfuðpúðann á bílstjórasætinu. Hann kramdi á mér fótinn. Ég skil ekki hvernig ég slapp. Mest undrandi á því að halda fætinum. Og ég skil ekki af hverju ég er óbrotin, en ég er öll marin á fætinum. Hann kramdist illa,“ segir Jóna María sem reynir að lýsa þessari furðulegu og skelfilegu lífsreynslu.Bíllinn er ónýtur og Jóna María prísar sig sæla að hafa sloppið illa marin frá þessum óða Norðmanni sem ók á allt sem fyrir varð.Hún segir að tildrögin hafi verið þau að maðurinn var að borga í stöðumæli en þegar sláin fór ekki upp til að hann kæmist út þá hafi hann sturlast. Bakkað bílnum og ók á nokkra bíla, meðal annars þeirra bíl. „Hlynur náði að komast út úr bílnum og að bíl mannsins og drepa á honum.“Heppin að sleppa lifandiÖryggisverði dreif að og svo lögregla sem kom og tók manninn. Jóna María segir að hann hafi verið sviptur ökuleyfinu á staðnum. Tveir bílar eru gersamlega ónýtir, þeirra bíll þar með talinn. „Við erum í sjokki og erum að fara á spítalann til athugunar. Við erum náttúrlega í áfalli og öll með eymsli eftir þetta. Löggan hringdi í okkur áðan, eftir að hafa horft aftur á myndband sem til er af þessum atburði og hún segir að við séum heppin að hafa sloppið lifandi frá þessu.“Hélt að Norðmenn væru rólyndismenn en ekki hann þessi Jóna María segir þetta vissulega hafa áhrif á Noregsferðina. Hún hafi haft þá hugmynd fyrirfram um Norðmenn, eins og flestir Íslendingar, að þetta væru rólyndismenn upp til hópa. „En, ekki þessi. Hann var alveg trylltur. Svo reyndi hann að ljúga í lögregluna, að hann hafi ruglast á bensíngjöf og bremsu en það stemmir nú ekki alveg,“ segir Jóna María sem gefur ekki mikið fyrir þá útfærslu á atburðunum. „Hann gaf allt í botn, setti í bakkgír, og ók svo aftur af stað. Kom svo seinna, eftir að öryggisverðirnir voru búnir að ná honum og spurði hvort það hefðu verið börn í bílnum?! Jájá, Bergen er mjög fallegur staður en, þetta var hrikaleg upplifun. Við erum í áfalli og komum heim á mánudag.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Norðmaður á eftirlaunaaldri sturlaðist við verslunarmiðstöð í Bergen í Noregi - Lagunen storsenter i Bergen. Þegar hann komst ekki út af bílastæðinu þar ákvað hann að láta bræði sína bitna á umhverfinu. Hann ók á fullri ferð á nokkra kyrrstæða bíla áður en tókst að stoppa hann af. Hann var svo leiddur af staðnum í fylgd lögreglunnar og sviptur ökuleyfi á staðnum. Hjónin Hlynur Árnason járnsmiður og Jóna María Hafsteinsdóttir auglýsingafulltrúi, voru á staðnum og prísa sig sæl að vera á lífi. En, þau lentu einna verst í hinum óða Norðmanni. Vísir náði tali af Jónu Maríu seint í gærkvöldi og var hún þá enn í hálfgerðu áfalli. Hún segir að þau hafi verið nýkomin til Noregs í frí, en þau eru að heimsækja vinkonu sína sem þar er búsett.Komst ekki út af stæðinu og trylltist„Við vorum bara nýlent. Vinkona okkar kom til að sækja okkur út á flugvöll og við komum þarna við til að kaupa mat og drykk,“ segir Jóna María. Hún segir þau hafa heyrt ískrandi væl í dekkjum þegar maðurinn ekur um stæðið nánast á tveimur dekkjum. Hann keyrir á tvo kyrrstæða bíla.Og svo á okkur og straujar hliðina á bílnum. Ég hélt fyrst að maðurinn væri að fá hjartaáfall. „Hann lyfti upp báðum höndum. Svo kom hann utan í bílinn hjá okkur. Ég var skorðuð aftur í, af ferðatösku og greip um höfuðpúðann á bílstjórasætinu. Hann kramdi á mér fótinn. Ég skil ekki hvernig ég slapp. Mest undrandi á því að halda fætinum. Og ég skil ekki af hverju ég er óbrotin, en ég er öll marin á fætinum. Hann kramdist illa,“ segir Jóna María sem reynir að lýsa þessari furðulegu og skelfilegu lífsreynslu.Bíllinn er ónýtur og Jóna María prísar sig sæla að hafa sloppið illa marin frá þessum óða Norðmanni sem ók á allt sem fyrir varð.Hún segir að tildrögin hafi verið þau að maðurinn var að borga í stöðumæli en þegar sláin fór ekki upp til að hann kæmist út þá hafi hann sturlast. Bakkað bílnum og ók á nokkra bíla, meðal annars þeirra bíl. „Hlynur náði að komast út úr bílnum og að bíl mannsins og drepa á honum.“Heppin að sleppa lifandiÖryggisverði dreif að og svo lögregla sem kom og tók manninn. Jóna María segir að hann hafi verið sviptur ökuleyfinu á staðnum. Tveir bílar eru gersamlega ónýtir, þeirra bíll þar með talinn. „Við erum í sjokki og erum að fara á spítalann til athugunar. Við erum náttúrlega í áfalli og öll með eymsli eftir þetta. Löggan hringdi í okkur áðan, eftir að hafa horft aftur á myndband sem til er af þessum atburði og hún segir að við séum heppin að hafa sloppið lifandi frá þessu.“Hélt að Norðmenn væru rólyndismenn en ekki hann þessi Jóna María segir þetta vissulega hafa áhrif á Noregsferðina. Hún hafi haft þá hugmynd fyrirfram um Norðmenn, eins og flestir Íslendingar, að þetta væru rólyndismenn upp til hópa. „En, ekki þessi. Hann var alveg trylltur. Svo reyndi hann að ljúga í lögregluna, að hann hafi ruglast á bensíngjöf og bremsu en það stemmir nú ekki alveg,“ segir Jóna María sem gefur ekki mikið fyrir þá útfærslu á atburðunum. „Hann gaf allt í botn, setti í bakkgír, og ók svo aftur af stað. Kom svo seinna, eftir að öryggisverðirnir voru búnir að ná honum og spurði hvort það hefðu verið börn í bílnum?! Jájá, Bergen er mjög fallegur staður en, þetta var hrikaleg upplifun. Við erum í áfalli og komum heim á mánudag.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira