Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins voru yfir 10 milljarðar í fyrra. Vísir/GVA Tilboð sem hafa borist frá erlendum framtakssjóðum í þrjátíu prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu gefa til kynna að orkufyrirtækið, sem er að þriðjungshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir hlut sinn í einu stærsta ferðaþjónustufélagi landsins. Hlutur HS Orku var settur í söluferli um miðjan maí en samkvæmt heimildum Markaðarins bárust tilboð frá þremur eða fjórum erlendum fjárfestingarsjóðum áður en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út þann 30. júní síðastliðinn. Þau verðtilboð, sem sum hver þýða að markaðsvirði Bláa lónsins er nokkuð yfir 30 milljarðar króna, hafa verið í samræmi við væntingar seljenda og gefið tilefni til þess að halda áfram viðræðum við fjárfesta. Talið er að það muni skýrast á næstu tveimur til fjórum vikum hvort af viðskiptunum verði, samkvæmt heimildum Markaðarins, en það er ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd HS Orku. Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, á 66,6 prósenta hlut í HS Orku á meðan samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, fer með 33,4 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku þarf stjórn Jarðvarma að gefa samþykki sitt eigi möguleg sala á hlutnum í Bláa lóninu að geta orðið að veruleika. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og Anna Skúladóttir, stjórnarmaður í HS Orku, sitja í stjórn Bláa lónsins.Tekjurnar jukust um 43 prósentHagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 28,2 milljónir evra á árinu 2016, jafnvirði um 3.400 milljóna króna á núverandi gengi, og jókst um tæplega sjö milljónir evra frá fyrra ári. Á aðeins fimm árum hefur EBITDA-hagnaður Bláa lónsins næstum því þrefaldast. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir ráð fyrir því að EBITDA lónsins muni enn aukast á þessu ári. Vöxtur Bláa lónsins hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum. Á því varð engin breyting í fyrra en tekjur félagsins námu þá samtals 77,2 milljónum evra, eða 10,3 milljörðum króna miðað við meðalgengi evru á árinu 2016, og jukust um meira en 43 prósent á milli ára. Á árinu 2012 námu tekjur Bláa lónsins til samanburðar aðeins 25 milljónum evra. Þá fór fjöldi heimsókna í fyrsta sinn yfir milljón talsins í fyrra en samtals sóttu 1.122 þúsundir gestir Bláa lónið og fjölgaði þeim um liðlega tvö hundruð þúsund. Tekjur af sölu í lónið námu um 45 milljónum evra, eða um 58 prósentum af heildartekjum Bláa lónsins. Eigið fé Bláa lónsins var 53,6 milljónir evra í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfall ríflega 49 prósent. Arðsemi eigin fjár nam tæplega 44 prósentum í fyrra og vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins eru aðeins um 34 milljónir evra.Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins.Vísir/GVAHelgi Magnússon á 6,2 prósenta hlut Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins (75 prósent) og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, og ýmsir stjórnendur Bláa lónsins. Þá á Helgi Magnússon, stjórnarformaður og fyrrverandi varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, meðal annars um 6,2 prósenta hlut í gegnum félagið Hofgarða og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, um fimm prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Tilboð sem hafa borist frá erlendum framtakssjóðum í þrjátíu prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu gefa til kynna að orkufyrirtækið, sem er að þriðjungshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir hlut sinn í einu stærsta ferðaþjónustufélagi landsins. Hlutur HS Orku var settur í söluferli um miðjan maí en samkvæmt heimildum Markaðarins bárust tilboð frá þremur eða fjórum erlendum fjárfestingarsjóðum áður en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út þann 30. júní síðastliðinn. Þau verðtilboð, sem sum hver þýða að markaðsvirði Bláa lónsins er nokkuð yfir 30 milljarðar króna, hafa verið í samræmi við væntingar seljenda og gefið tilefni til þess að halda áfram viðræðum við fjárfesta. Talið er að það muni skýrast á næstu tveimur til fjórum vikum hvort af viðskiptunum verði, samkvæmt heimildum Markaðarins, en það er ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd HS Orku. Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, á 66,6 prósenta hlut í HS Orku á meðan samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, fer með 33,4 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku þarf stjórn Jarðvarma að gefa samþykki sitt eigi möguleg sala á hlutnum í Bláa lóninu að geta orðið að veruleika. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og Anna Skúladóttir, stjórnarmaður í HS Orku, sitja í stjórn Bláa lónsins.Tekjurnar jukust um 43 prósentHagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 28,2 milljónir evra á árinu 2016, jafnvirði um 3.400 milljóna króna á núverandi gengi, og jókst um tæplega sjö milljónir evra frá fyrra ári. Á aðeins fimm árum hefur EBITDA-hagnaður Bláa lónsins næstum því þrefaldast. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir ráð fyrir því að EBITDA lónsins muni enn aukast á þessu ári. Vöxtur Bláa lónsins hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum. Á því varð engin breyting í fyrra en tekjur félagsins námu þá samtals 77,2 milljónum evra, eða 10,3 milljörðum króna miðað við meðalgengi evru á árinu 2016, og jukust um meira en 43 prósent á milli ára. Á árinu 2012 námu tekjur Bláa lónsins til samanburðar aðeins 25 milljónum evra. Þá fór fjöldi heimsókna í fyrsta sinn yfir milljón talsins í fyrra en samtals sóttu 1.122 þúsundir gestir Bláa lónið og fjölgaði þeim um liðlega tvö hundruð þúsund. Tekjur af sölu í lónið námu um 45 milljónum evra, eða um 58 prósentum af heildartekjum Bláa lónsins. Eigið fé Bláa lónsins var 53,6 milljónir evra í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfall ríflega 49 prósent. Arðsemi eigin fjár nam tæplega 44 prósentum í fyrra og vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins eru aðeins um 34 milljónir evra.Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins.Vísir/GVAHelgi Magnússon á 6,2 prósenta hlut Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins (75 prósent) og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, og ýmsir stjórnendur Bláa lónsins. Þá á Helgi Magnússon, stjórnarformaður og fyrrverandi varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, meðal annars um 6,2 prósenta hlut í gegnum félagið Hofgarða og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, um fimm prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira