Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2017 16:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira