Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2017 15:21 Ef eitthvað fer úr skorðum berast böndin oft að Kúkú Campers en Viktor segir að þeir sem drápu lambið í Berufirði hafi ekki verið á þeirra vegum. „Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira