Það er serbneski leikstjórnandinn Milos Teodosic sem hefur átt frábæran feril í Evrópu.
Undanfarin sex ár hefur Teodosic leikið með CSKA Moskvu. Hann varð Evrópumeistari með rússneska liðinu 2010. Þar áður lék Teodosic með KK FMP og Borac Cacak í heimalandinu og Olympiacos í Grikklandi.
Teodosic er lykilmaður í serbneska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á HM 2014 og á Ólympíuleikunum 2016.
Þess hefur lengi verið beðið að Teodosic taki stökkið yfir í NBA-deildina en þessi skemmtilegi leikstjórnandi er nú kominn í borg englanna.
Hinn þrítugi Teodosic gerði tveggja ára samning við LA Clippers.
Euro star point guard Milo Teodosic has agreed to a two-year, $12.3M deal with the Los Angeles Clippers, league sources tell ESPN.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 6, 2017