Áætlun Íslands í krabbameinsmálum til 2020: Endurskoða biðtíma sjúklinga og hækka skatta á óhollum vörum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 16:30 Óttarr lætur hafa eftir sér að með hækkandi aldri þjóðarinnar og fjölgun íbúa muni tilfellum krabbameins fjölga. Vísir/Stefán Búið er að birta skýrslu ráðgjafarhóps Heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið er yfir áætlun Íslands í krabbameinsmálum. Áætlunin gildir til ársins 2020. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, stóð að baki tillögunni og hefur Óttarr Proppé, núverandi heilbrigðisráðherra, tekið við keflinu. Þetta kemur fram inn á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er fjallað um krabbamein út frá mörgum mismunandi þáttum. Meðal þess sem kemur fram í samantekt skýrslunnar er að lögð verði áhersla á forvarnir og einstaklingsbundið mat. Lagt er til að lög um réttindi sjúklinga verði endurskoðuð og samræmt sjúkraskrárkerfi verið tekið í notkun á öllum sviðum til að auka upplýsingaflæði. Í árangursviðmiðum, sem er að finna í hverjum kafla fyrir sig, er meðal annars rætt um að biðtími sjúklinga verði ásættanlegur þannig að hann verði að hámarki 20 virkir dagar frá upphafi til enda greiningarferlis sem og að hafin verði hópleit á ristils- og endaþarmskrabbameini á þessu ári. Fræðsla um HPV veiruna og húðkrabbamein verður einnig aukin og þátttaka í skimunum efld.Endurskoða krabbameinslyf og auka fjármagnFramboð nýrra krabbameinslyfja verður einnig skoðað og haft að markmiði að Ísland standist sömu kröfur hvað lyf varðar og samanburðarlönd. Einnig segir að úthluta þurfi fjármagni í fjárlögum til rannsókna á krabbameini í íslensku samfélagi. Hluti af áætluninni felur í sér tillögu um að lækka skatta af hollum vörum og hækka skatta á óhollum vörum. Tekjurnar af sköttum óhollra vara renna til eflingu aðgerða um heilbrigða lífshætti. Einnig verður gerð opinber aðgerðaráætlun í tóbaks, áfengis- og vímuvörnum þar sem verði verður stýrt og gjald lagt á sem rennur til Lýðheilsusjóðs. „Við stöndum á krossgötum líkt og ráðgjafarhópurinn bendir á þar sem hækkandi aldur þjóðarinnar og fjölgun íbúa veldur því að á næstu árum mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga mikið. Krabbamein er þungbær sjúkdómur bæði þeim sem greinast og aðstandendum þeirra og gerir jafnframt miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins. Vinna ráðgjafarhópsins sem birtist í meðfylgjandi skýrslu er í þessu ljósi afar mikilvægur grundvöllur fyrir okkur að byggja á ákvarðanir um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið, hvort sem er á sviði forvarna, meðferðar eða annarra þátta“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.Lýðheilsuáætlun þjóðarinnarÍsland er nú komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem gert hafa svipaðar tillögur í sínu heimalandi sem byggði á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2002. Þar er byggt á að tillögur sem þessar séu lýðheilsuáætlun þjóðar eða ríkis sem gera eigi það að verkum að nýjum greiningum á krabbameini fækki og dregið verði úr dánartíðni vegna krabbameina ásamt því að bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein. Lögð verður áhersla á snemmgreiningar, forvarnir og meðferðir. Allt sé þetta gert með jafnræði að leiðarljósi. Búið er að fela verkefnisstjórn að fylgja tillögunni eftir og forgangsraða verkefnum miðað við fjárheimildir. Óskað er eftir tilnefningum í verkefnisstjórnina. Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Búið er að birta skýrslu ráðgjafarhóps Heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið er yfir áætlun Íslands í krabbameinsmálum. Áætlunin gildir til ársins 2020. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, stóð að baki tillögunni og hefur Óttarr Proppé, núverandi heilbrigðisráðherra, tekið við keflinu. Þetta kemur fram inn á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er fjallað um krabbamein út frá mörgum mismunandi þáttum. Meðal þess sem kemur fram í samantekt skýrslunnar er að lögð verði áhersla á forvarnir og einstaklingsbundið mat. Lagt er til að lög um réttindi sjúklinga verði endurskoðuð og samræmt sjúkraskrárkerfi verið tekið í notkun á öllum sviðum til að auka upplýsingaflæði. Í árangursviðmiðum, sem er að finna í hverjum kafla fyrir sig, er meðal annars rætt um að biðtími sjúklinga verði ásættanlegur þannig að hann verði að hámarki 20 virkir dagar frá upphafi til enda greiningarferlis sem og að hafin verði hópleit á ristils- og endaþarmskrabbameini á þessu ári. Fræðsla um HPV veiruna og húðkrabbamein verður einnig aukin og þátttaka í skimunum efld.Endurskoða krabbameinslyf og auka fjármagnFramboð nýrra krabbameinslyfja verður einnig skoðað og haft að markmiði að Ísland standist sömu kröfur hvað lyf varðar og samanburðarlönd. Einnig segir að úthluta þurfi fjármagni í fjárlögum til rannsókna á krabbameini í íslensku samfélagi. Hluti af áætluninni felur í sér tillögu um að lækka skatta af hollum vörum og hækka skatta á óhollum vörum. Tekjurnar af sköttum óhollra vara renna til eflingu aðgerða um heilbrigða lífshætti. Einnig verður gerð opinber aðgerðaráætlun í tóbaks, áfengis- og vímuvörnum þar sem verði verður stýrt og gjald lagt á sem rennur til Lýðheilsusjóðs. „Við stöndum á krossgötum líkt og ráðgjafarhópurinn bendir á þar sem hækkandi aldur þjóðarinnar og fjölgun íbúa veldur því að á næstu árum mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga mikið. Krabbamein er þungbær sjúkdómur bæði þeim sem greinast og aðstandendum þeirra og gerir jafnframt miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins. Vinna ráðgjafarhópsins sem birtist í meðfylgjandi skýrslu er í þessu ljósi afar mikilvægur grundvöllur fyrir okkur að byggja á ákvarðanir um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið, hvort sem er á sviði forvarna, meðferðar eða annarra þátta“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.Lýðheilsuáætlun þjóðarinnarÍsland er nú komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem gert hafa svipaðar tillögur í sínu heimalandi sem byggði á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2002. Þar er byggt á að tillögur sem þessar séu lýðheilsuáætlun þjóðar eða ríkis sem gera eigi það að verkum að nýjum greiningum á krabbameini fækki og dregið verði úr dánartíðni vegna krabbameina ásamt því að bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein. Lögð verður áhersla á snemmgreiningar, forvarnir og meðferðir. Allt sé þetta gert með jafnræði að leiðarljósi. Búið er að fela verkefnisstjórn að fylgja tillögunni eftir og forgangsraða verkefnum miðað við fjárheimildir. Óskað er eftir tilnefningum í verkefnisstjórnina.
Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira