Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Snærós Sindradóttir skrifar 20. júní 2017 07:00 Stefna lögreglunnar er að almennir lögreglumenn komi aldrei til með að þurfa að bera skotvopn dagsdaglega. Aginn er mikill sem og þjálfun lögreglumanna, en enginn vill vera fyrstur til að hleypa af. vísir/eyþór „Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45
Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent