Bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2017 09:00 Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum. Skotvopn lögreglu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira