Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2017 18:30 Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir. Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira