Ákvörðunin var tekin að frumkvæði sýkingavarnardeildar í samstarfi við þvottahús og aðra stoðþjónustu Landspítalans og er ætlað að veita sjúklingum og starfsfólki aukið öryggi.
Í færslu á Facebook síðu Landspítalans kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að í óhreinum rúmfatnaði finnist mikill fjöldi af bakteríuflóru sem þyrlast upp við umskipti og geta borist milli sjúklinga og starfsfólk.
Fjárfest hefur verið í nýjum sængum sem eru kallaðar kærleikssængur en sængurverið er saumað á sængurnar sjálfar. Þær eru sérstaklega ætlaðar á sjúkrahúsum og eru hlýjar léttar og auðvelt að þvo þær.
Má búast við því að sængurnar dragi úr álagi á axlir starfsfólks auk þess að handtökum við að búa um sjúkrarúmin fækkar til muna.