Þegar óttinn magnast upp Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar