Það voru liðin fimm ár frá því að Kevin Durant komst í úrslit NBA-deildarinnar er hann komst þangað með Golden State í ár. Hann nýtti tækifærið til fullnustu núna.
Durant leiddi sitt lið alla leið til helga landsins með geggjaðri spilamennsku og var fyrir vikið valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Hann skoraði 39 stig í leiknum í nótt.
„Þetta er svo hrikalega gaman. Ég get ekki beðið eftir að fagna með liðsfélögum mínum. Ég var svo spenntur að ég hef ekki sofið síðustu tvo daga. Ég vildi skilja allt eftir inn á vellinum,“ sagði brosmildur Durant en hann glímdi við LeBron James allt úrslitaeinvígið.
„Ég tek hatt minn ofan fyrir þessu Cleveland-liði. LeBron og Kyrie voru ótrúlegir. Ég hef aldrei séð annað eins. En við stoðum í lappirnar og erum meistarar. Ég vissi alltaf að það yrði áskorun að spila gegn LeBron enda er ekki hægt að stöðva hann. Ég sagði við hann að við myndum stíga þennan dans aftur síðar en í kvöld mun ég fagna.“

