Skóarafjölskylda leggur skóna á hilluna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:00 Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim." Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim."
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira