Innlent

Arnar Grétars­son í stjórn­málin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Grétarsson hefur þjálfað lið Fylkis, KA og Val hér heima.
Arnar Grétarsson hefur þjálfað lið Fylkis, KA og Val hér heima. Vísir/Diego

Arnar Grétarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu og knattspyrnuþjálfari hér  heima síðustu ár, er komin í pólitíkina. Hann gefur kost á sér fyrir Viðreisn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi.

Sjö framboð hafa borist í efstu þrjú sætin í prófkjörinu en framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Rafrænt prófkjör fer fram laugardaginn 7. febrúar.

Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu. Það eru Birgir Örn Guðjónsson, deildarstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu og betur þekktur sem Biggi lögga, María Ellen Steingrímsdóttir, lögfræðingur, og Pétur Björgvin Sveinsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.

Jóhanna Pálsdóttir býður sig fram í annað sæti en Arnar og Ester Halldórsdóttir, verkefnastjóri og varaþingmaður, gefa kost á sér í 2. - 3. sæti. Ísak Leon Júlíusson, laganemi, gefur kost á sér í þriðja sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×