Skóarafjölskylda leggur skóna á hilluna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:00 Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim." Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim."
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira