Del Piero hitti Henry og skemmti sér konunglega þegar Golden State varð meistari | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Thierry Henry og Del Piero mættust nokkrum sinnum á fótboltavellinum.mynd/skjáskot
Alessandro Del Piero, fyrrverandi leikmaður Juventus og ítalska landsliðsins í fótbolta, skellti sér til Bandaríkjanna á dögunum og sá fimmta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta þar sem Golden State fagnaði sigri gegn Cleveland Cavaliers.
Del Piero tók strákinn sinn með sér en upplifun ítalska fótboltagoðsins var fest á filmu og var honum fylgt eftir frá komu í höllina og þar til leiknum var lokið.
Del Piero skemmti sér konunglega og strákurinn líka en þeir feðgarnir hittu Thierry Henry sem var einnig á leiknum að sjá Golden State vinna annan titilinn á þremur árum.