Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 17:04 Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar. En, nú skal bregðast við því með gjaldtöku. Vísir Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira