Brask og bakreikningar Oddný G. Harðardóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar