Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 14:45 Rósa vill byggja yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði, tvo frekar en einn. Gert er ráð fyrir 300 til 400 milljónum króna til verkefnisins á næstu fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira