Segir það siðferðislega vafasamt af WOW að hefja flug til Ísrael Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. maí 2017 18:45 WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. September og er sala flugsæta er nú þegar hafinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Skúli Mogensen gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu en aldrei áður hefur verið boðið upp á beint flug til Ísrael frá Íslandi. Ísrael sé land mikillar menningar og það fái farþegar Wow air að upplifa á frábærum verðum. Félagið Ísland-Palestína setur spurningarmerki við þennan nýja áfangastað Wow-air. Linda Ósk Árnadóttir, er í stjórn félagsins, en hún segir að Ísrael sé herveldi sem kúgi aðra þjóð og ræni hana landi sínu. „Þegar Palestínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld og fyrirtæki verði sniðgengin vegna brota þeirra á alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna og þeir hafa kallað eftir því að það verði þar til hernáminu hættir sem hefur varað núna í 50 ár. Þannig það er siðferðislega vafasamt að WOW velji það að byrja núna þessi viðskipti,“ segir Linda Ósk. Fyrst og fremst séu samtökin þó hneyksluð á markaðsherferð WOW-air. „og hvernig þeir markaðssetja Ísrael sem frábæran sólarlanda og ferðastað. Til dæmis dauðahafið sem er innan palestínskra landamæra sem Ísland viðurkennir og þeir minnast aldrei einu orði á Palestínu og eru þar með að réttlæta það að Ísrael geti gert þetta.“ Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. „og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir í samtali við fréttastofu að allir séu velkomnir um borð hjá WOW-air án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Linda segir að þetta sé einfaldlega rangt. „En Palestínumenn sem búa á vesturbakkanum eða Gaza mega til dæmis ekki fara í þessu flug og sömuleiðis Palestínumenn sem eru flóttamenn þeir mega ekki fljúga í gegn um Tel Aviv þannig það er ekki rétt hjá Wow-air að allir megi fara en fyrst og fremst viljum við hvetja Wow-air til að endurskoða þessa ákvörðun sína að fljúga til Ísrael án allrar gagnrýni,“ segir Linda Ósk.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael "Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen. 15. maí 2017 09:57