Ríkið tók alla „kjarabótina“ til baka! Björgvin Guðmundsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gumaði mikið af því, að hún gerði einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja frá áramótum. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem voru í hjónabandi og sambúð hækkaði þá um 12 þúsund krónur á mánuði og um 23 þúsund á mánuði hjá einhleypum öldruðum. Hér er átt við þá, sem hafa eingöngu tekjur frá TR. Ég hef kallað þessar „kjarabætur“ hungurlús.Töldu hungurlúsina of mikla kjarabót En stjórnvöld töldu þessa hungurlús of mikla kjarabót. Hún var því tekin strax til baka, m.a. með skerðingu húsaleigubóta. Fyrir áramót var hámark húsaleigubóta 22.000 kr. Þeir sem voru með tekjur sínar eingöngu eða að stærstum hluta frá TR voru með óskertar húsaleigubætur, þar sem greiðslur skv. lögum um almannatryggingar skertu ekki bæturnar. Því var breytt frá áramótum. Þá var farið að reikna allar greiðslur frá Tryggingastofnun til lífeyrisfólks með tekjum við útreikning húsaleigubóta.Öll áramótakjarabótin tekin aftur Í dag er upphæð húsaleigubóta 31.000 kr. fyrir einn í heimili. Tekjuskerðing byrjar við 281.083 kr. á mánuði. Eldri borgari hafði samband við mig og skýrði mér frá stöðunni hjá sér. Hann hækkaði í 230 þúsund á mánuði frá TR um áramót (um 23 þús.). Auk þess hefur hann greiðslu úr lífeyrissjóði sem er talsvert innan við 100 þúsund á mánuði. Maður þessi var með húsaleigubætur en vegna aukinnar skerðingar frá áramótum sætti hann niðurskurði húsaleigubótanna, þannig að ríkisvaldið tók alla „kjarabótina“ af honum. Þannig fór um áramótakjarabótina hans.Vaxtabætur (og barnabætur) lækkaðar um 57,7 milljarða Ákvæði um hærri vaxtabætur féllu úr gildi 1. janúar 2014. Alls lækkuðu vaxtabætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014. Framangreindar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið. Sem dæmi má nefna, að lífeyrisþegi var með tæpar 200 þúsund í vaxtabætur en í dag fær hann engar vaxtabætur. Þær hafa verið þurrkaðar út. Þetta er veruleg kjaraskerðing hjá honum. Það sem hér hefur verið rakið um aukna skerðingu húsaleigubóta og lækkun vaxtabóta hefur valdið öldruðum verulegri kjaraskerðingu. Auk þess hafa komugjöld í heilbrigðisþjónustu aukist, meira að segja eftir að nýtt greiðsluþak tók gildi. Dæmi um slíka hækkun: Eldri borgari þurfti að greiða 6.600 kr. fyrir viðtal við sérfræðing og blóðrannsókn eftir að nýja kerfið tók gildi. Það var 77% hækkun frá því hann fékk síðast slíka þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gumaði mikið af því, að hún gerði einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja frá áramótum. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem voru í hjónabandi og sambúð hækkaði þá um 12 þúsund krónur á mánuði og um 23 þúsund á mánuði hjá einhleypum öldruðum. Hér er átt við þá, sem hafa eingöngu tekjur frá TR. Ég hef kallað þessar „kjarabætur“ hungurlús.Töldu hungurlúsina of mikla kjarabót En stjórnvöld töldu þessa hungurlús of mikla kjarabót. Hún var því tekin strax til baka, m.a. með skerðingu húsaleigubóta. Fyrir áramót var hámark húsaleigubóta 22.000 kr. Þeir sem voru með tekjur sínar eingöngu eða að stærstum hluta frá TR voru með óskertar húsaleigubætur, þar sem greiðslur skv. lögum um almannatryggingar skertu ekki bæturnar. Því var breytt frá áramótum. Þá var farið að reikna allar greiðslur frá Tryggingastofnun til lífeyrisfólks með tekjum við útreikning húsaleigubóta.Öll áramótakjarabótin tekin aftur Í dag er upphæð húsaleigubóta 31.000 kr. fyrir einn í heimili. Tekjuskerðing byrjar við 281.083 kr. á mánuði. Eldri borgari hafði samband við mig og skýrði mér frá stöðunni hjá sér. Hann hækkaði í 230 þúsund á mánuði frá TR um áramót (um 23 þús.). Auk þess hefur hann greiðslu úr lífeyrissjóði sem er talsvert innan við 100 þúsund á mánuði. Maður þessi var með húsaleigubætur en vegna aukinnar skerðingar frá áramótum sætti hann niðurskurði húsaleigubótanna, þannig að ríkisvaldið tók alla „kjarabótina“ af honum. Þannig fór um áramótakjarabótina hans.Vaxtabætur (og barnabætur) lækkaðar um 57,7 milljarða Ákvæði um hærri vaxtabætur féllu úr gildi 1. janúar 2014. Alls lækkuðu vaxtabætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014. Framangreindar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið. Sem dæmi má nefna, að lífeyrisþegi var með tæpar 200 þúsund í vaxtabætur en í dag fær hann engar vaxtabætur. Þær hafa verið þurrkaðar út. Þetta er veruleg kjaraskerðing hjá honum. Það sem hér hefur verið rakið um aukna skerðingu húsaleigubóta og lækkun vaxtabóta hefur valdið öldruðum verulegri kjaraskerðingu. Auk þess hafa komugjöld í heilbrigðisþjónustu aukist, meira að segja eftir að nýtt greiðsluþak tók gildi. Dæmi um slíka hækkun: Eldri borgari þurfti að greiða 6.600 kr. fyrir viðtal við sérfræðing og blóðrannsókn eftir að nýja kerfið tók gildi. Það var 77% hækkun frá því hann fékk síðast slíka þjónustu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun