Eyjólfur hjá föður sínum í Danmörku til frambúðar Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2017 15:23 Faðir Eyjólfs er nú kominn með forræði yfir drengnum sem er fluttur til hans út til Danmerkur. Móðir hans flúði með hann til Íslands á sínum tíma. Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur sem til stóð að komið yrði fyrir hjá vandalausum úti í Noregi, hefur nú fengið fastan samastað hjá föður sínum, sem býr úti í Danmörku. Faðirinn, Sigurjón Elías, hefur fengið fullt forræði yfir syni sínum og mun hann búa hjá honum. En, lengi stóð til að norsk yfirvöld fengju forræðið.Enn að ná áttum eftir gleðitíðindin Vísir greindi ítarlega frá málinu á sínum tíma en norsk barnayfirvöld ætluðu að koma drengnum fyrir hjá fósturforeldrum, sem svo leiddi til þess að móðuramma Eyjólfs og móðir flúðu til Íslands í örvæntingu sinni. Föðuramma Eyjólfs, Guðný Helga Þórhallsdóttir greinir vinum sínum frá því að málið hafi verið í vinnslu hjá barnavernd Noregs og Barnaverndarstofu og þessi hafi orðið niðurstaðan. DV gerði sér mat úr Facebookfærslu Guðnýjar í morgun en Vísir ræddi við hana nú fyrir skömmu. Guðný segir þetta sannkölluð gleðitíðindi. „Þetta er magnað. þetta hefur verið svo mikið mál og það hefur reynt mjög á fjölskylduna en nú er þessi óvissa að baki,“ segir Guðný Helga.Niðurstaða sem allir óskuðu sér Hún segist vera að reyna að ná áttum. „Þetta hefur verið þannig að maður hefur ekki haft mikla trú á að þetta myndi enda svona vel. Maður heldur þó alltaf í vonina. En, eins og hefur komið fram voru foreldrarnir ekki með sameiginlegt forræði. Að þurfa að berjast fyrir þessu svona í staðinn fyrir að hann fengi að fara beint til pabba síns.“ Guðný Helga segir dásamlegt hversu einhuga þjóðin var og viðbrögðin í dag hafa verið mikil og ánægjuleg. Úr því sem komið var var þetta niðurstaðan sem allir óskuðu sér. „Þetta átti aldrei að vera nein spurning, átti aldrei að taka svona langan tíma.“Drengurinn er algjör gullmoli Svo virðist vera sem hin norska barnavernd hafi verið býsna hörð í horn að taka þó Guðný Helga vilji alls ekki fordæma hana. Hún fór með Eyjólf litla, sem verður sex ára núna í júní, til föður síns í mars og þá fékk hann að vera þar í einhvern tíma. Í aðlögun. „Og svo fór hann aftur núna, og þá varð hann bara eftir. Í staðinn fyrir að vera bara á fósturheimili. Sem betur fer. Þetta er dásamlegt. Ég er enn að melta að þetta sé komið í höfn. Það er bara svoleiðis. Ég var að tala við þá feðga áðan. Svaka fjör í Danmörku. Gott veður og litli guttinn að hlaupa út í sjó og leika sér. Á ströndinni. Drengurinn er algjört æði, algjör gullmoli,“ segir amma Eyjólfs, Guðný Helga, himinlifandi með farsælar lyktir þessa erfiða máls. Tengdar fréttir Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur sem til stóð að komið yrði fyrir hjá vandalausum úti í Noregi, hefur nú fengið fastan samastað hjá föður sínum, sem býr úti í Danmörku. Faðirinn, Sigurjón Elías, hefur fengið fullt forræði yfir syni sínum og mun hann búa hjá honum. En, lengi stóð til að norsk yfirvöld fengju forræðið.Enn að ná áttum eftir gleðitíðindin Vísir greindi ítarlega frá málinu á sínum tíma en norsk barnayfirvöld ætluðu að koma drengnum fyrir hjá fósturforeldrum, sem svo leiddi til þess að móðuramma Eyjólfs og móðir flúðu til Íslands í örvæntingu sinni. Föðuramma Eyjólfs, Guðný Helga Þórhallsdóttir greinir vinum sínum frá því að málið hafi verið í vinnslu hjá barnavernd Noregs og Barnaverndarstofu og þessi hafi orðið niðurstaðan. DV gerði sér mat úr Facebookfærslu Guðnýjar í morgun en Vísir ræddi við hana nú fyrir skömmu. Guðný segir þetta sannkölluð gleðitíðindi. „Þetta er magnað. þetta hefur verið svo mikið mál og það hefur reynt mjög á fjölskylduna en nú er þessi óvissa að baki,“ segir Guðný Helga.Niðurstaða sem allir óskuðu sér Hún segist vera að reyna að ná áttum. „Þetta hefur verið þannig að maður hefur ekki haft mikla trú á að þetta myndi enda svona vel. Maður heldur þó alltaf í vonina. En, eins og hefur komið fram voru foreldrarnir ekki með sameiginlegt forræði. Að þurfa að berjast fyrir þessu svona í staðinn fyrir að hann fengi að fara beint til pabba síns.“ Guðný Helga segir dásamlegt hversu einhuga þjóðin var og viðbrögðin í dag hafa verið mikil og ánægjuleg. Úr því sem komið var var þetta niðurstaðan sem allir óskuðu sér. „Þetta átti aldrei að vera nein spurning, átti aldrei að taka svona langan tíma.“Drengurinn er algjör gullmoli Svo virðist vera sem hin norska barnavernd hafi verið býsna hörð í horn að taka þó Guðný Helga vilji alls ekki fordæma hana. Hún fór með Eyjólf litla, sem verður sex ára núna í júní, til föður síns í mars og þá fékk hann að vera þar í einhvern tíma. Í aðlögun. „Og svo fór hann aftur núna, og þá varð hann bara eftir. Í staðinn fyrir að vera bara á fósturheimili. Sem betur fer. Þetta er dásamlegt. Ég er enn að melta að þetta sé komið í höfn. Það er bara svoleiðis. Ég var að tala við þá feðga áðan. Svaka fjör í Danmörku. Gott veður og litli guttinn að hlaupa út í sjó og leika sér. Á ströndinni. Drengurinn er algjört æði, algjör gullmoli,“ segir amma Eyjólfs, Guðný Helga, himinlifandi með farsælar lyktir þessa erfiða máls.
Tengdar fréttir Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24