Gott mál að spítalinn fái stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Birgir Jakobsson, Landlæknir vísir/stefán Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira