Stefnuleysi og metnaðarleysi í menntun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun