Þjálfari Cleveland: Cavs-Warriors eins og Celtics-Lakers á níunda áratugnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 12:30 Larry Bird og Magic Johnson mættust oft í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð. NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og allt lítur út fyrir að þau mætist í úrslitaeinvíginu í júní. Það yrði þá í þriðja árið í röð sem þessi tvö lið spila um titilinn. Golden State Warriors vann titilinn árið 2015 en Cleveland Cavaliers liðið er ríkjandi NBA-meistari. Einhverjir körfuboltaspekingar vestan hafs hafa verið að kvarta yfir þessum yfirburðum liðanna og vilja fá meiri spennu í úrslitakeppnina. Það hafa reyndar verið fullt af spennandi seríum bara ekki þær þar sem Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors hafa bæði sópað tveimur liðum í sumarfrí. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, skilur ekki alveg í þessari umræðu og vill alls ekki meina að þessi þróun sé slæm fyrir körfuboltann í Bandaríkjunum. Hann notaði við það tækifæri gott dæmi frá níunda áratugnum, dæmi sem er í NBA-sögunni sagt verið ein af helstu ástæðunum fyrir auknum vinsælum NBA-körfuboltans á sínum tíma. „Er þetta vandamál? Ég tel svo ekki vera,“ sagði Tyronn Lue á fyrstu æfingu Cleveland Cavaliers eftir að liðið sendi Toronto Raptors í sumarfrí. „Ég held að fullt af fólki hafi viljað sjá Boston spila til úrslita á móti Lakers á sínum tíma. Það eru líka örugglega margir sem vilja sjá Golden State og Cavs mætast í dag. Það er ekkert vandmál. Þetta eru tvo þau lið sem eru að spila besta körfuboltann þessa stundina,“ sagði Tyronn Lue. Kobe Bryant, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og einn besti körfuboltamaður allra tíma, hefur tekið undir þetta sjónarhorn Tyronn Lue. Yfirburðir Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors eru þó kannski fullmiklir. Warriors-liðið hefur unnið átta leiki með 16,5 stigum að meðaltali en Cleveland hefur unnið sína leiki með 9,6 stigum að meðaltali. Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust oft í lokaúrslitunum á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson í fararbroddi. Þau náðu því þá aldrei að mætast þrjú ár í röð þótt þau hafi unnið alla titla í boði frá 1984 til 1988 (Boston 1984 og 1986 og Lakers 1985, 1987 og 1988). Fari því svo að lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í úrslitaeinvíginu þá verður það í fyrsta sinn í sögu NBA sem sömu lið spila um NBA-titilinn þrjú ár í röð.
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira