„Ég elska lakkrís“ Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 16:08 Líf er lakkrísfíkill og hún ætlar ekki að láta varnaðararorð lakkríslæknisins stoppa sig. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts. Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er lakkrísfíkill. Hún gengst fúslega við því og það sem meira er; hún ætlar ekki að svíkja lakkrísinn þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins um það hversu hættulegt lakkrísát getur reynst. „Ég elska lakkrís,“ segir Líf í samtali við Vísi. Heldur betur fór um nammigrísi landsins eftir að Vísir vakti athygli á viðtali sem Morgunútvarp Rásar 2 bauð uppá í gær. Þar var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan og jafnvel orsakað heilabjúg og lömun. „Þetta er eina nammið sem ég borða,“ segir Líf. Og hún setur fyrirvara við þessi tíðindi, þetta hljóti að vera „fake news“. „Nei, ég segi svona. Svo er lakkríste talið allra meina bót þannig að ég skil ekkert.“Lífið er hættulegt og maður verður að fá að njóta Líf segist samt hætt að borða lakkrís eins og hún gerði. „Ég hef varla smakkað piparfyllta lakkrísinn. Ég fæ nefnilega útbrot af honum. Klassískt því hann er í uppáhaldi,“ segir Líf sem kannast reyndar ekki við að hafa farið í lakkrísrúss; að vera sveitt á augnlokunum og fara í lakkrísmók. „Nei. Ég er „hard core“. Það gerir æfingin. Lakkríssýra hlýtur samt að vera málið.“ Líkaminn er lengi að vinna úr lakkrísnum að sögn lakkríslæknisins, eða um þrjá mánuði. En, það vefst ekkert fyrir Líf að storka dauðanum með þessum hætti, hún segist vera team-lakkrís alla leið. „Æji, lífið er hættulegt. Maður verður að fá að njóta líka. Og auðvitað er allt best í hófi.“Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís ... Engan bilbug er þannig að finna á lakkríssamfélaginu. „Að borða lakkrís er eins og halda með fótboltaliði - maður skiptir ekkert um lið þó það sé að tapa heldur stappar maður í það stálinu þangað til það vinnur næst,“ segir Líf. Og ekki stendur á svörum þegar hún er spurð hvaða lakkrís sé bestur. „Stjörnurúlla, fylltar reimar, apollo lakkrís og danski lakkrísinn heksehyl eða nornavæl,“ segir Líf. Stöð 2 mun fjalla nánar um stóra lakkrísmálið í fréttum sínum í kvöld og þar verður meðal annars rætt við landlækni og hann spurður hvort vert sé að bregðast hugsanlegri skaðsemi lakkrísáts.
Tengdar fréttir Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Læknir segir lakkrís lífshættulegan Íslenskum nammigrísum illa brugðið en sælgætisframleiðendur segja að hóf sé í öllu best. 11. maí 2017 13:23