Snörp skoðanaskipti um James Comey Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. maí 2017 08:00 James Comey var rekinn úr stöðu yfirmanns alríkislögreglunnar (FBI) í Bandaríkjunum í vikunni. Er það einungis í annað skipti sem forseti Bandaríkjanna rekur mann úr þeirri stöðu en það gerði Bill Clinton einnig í tilfelli Williams Sessions. Comey hafði gegnt stöðunni síðan árið 2013 en áður var hann meðal annars saksóknari. Hinn tröllvaxni Comey, sem er rúmir tveir metrar á hæð, hefur hins vegar ekki verið óumdeildur í starfi. Tvö stór mál hafa komið inn á borð alríkislögreglunnar sem hafa valdið því að jafnt Demókratar sem Repúblikanar hafa bæði hampað honum og hatað hann. Annars vegar er um að ræða rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Hins vegar er um að ræða rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintum tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Tölvupóstmálið Óumdeilanlega hefur tölvupóstmálið valdið Comey meiri vandræðum en Rússamálið. Stuðningsmenn Trumps, sem og margir aðrir Repúblikanar, eru fullvissir um að Clinton hafi brotið lög þar sem hún var með leyniskjöl á umræddum tölvupóstþjóni. Mátti reglulega heyra köll þeirra á baráttufundum Trumps um að loka ætti Clinton bak við lás og slá. Sjálfur sagði Trump í einum kappræðna forsetaframbjóðendanna að hann myndi sjá til þess að Clinton yrði stungið í steininn. Það reitti stuðningsmenn Trumps, sem og Trump sjálfan, því til reiði þegar Comey tilkynnti í júlí að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð í málinu. Var Comey kallaður „mörður“ og kröfðust margir Repúblikanar þess að hann segði af sér eða yrði rekinn. Nokkrum mánuðum seinna, nánar tiltekið í október og einungis örstuttu fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey að rannsókn á málinu væri hafin á ný vegna þess að nýir tölvupóstar hefðu fundist. Þrátt fyrir að Comey hafi tilkynnt tveimur dögum fyrir kosningarnar að nýju tölvupóstarnir breyttu ekki ákvörðun FBI eru margir Demókratar, til að mynda Clinton sjálf, á þeirri skoðun að tímasetning Comeys hafi kostað hana forsetaembættið. Þá var komið að Demókrötum að kalla eftir afsögn Comeys eða eftir því að Barack Obama, sem þá átti rúma tvo mánuði eftir sem forseti, ræki hann úr embætti. Rússamálið Hitt málið sem um ræðir, og Clinton telur sömuleiðis að hafi kostað sig sigurinn, eru meint afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við framboð Trumps. Segir Comey rannsókn hafa leitt í ljós að Rússar hafi vissulega reynt sitt besta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að það hafi tekist að einhverju leyti. Þar sem rannsóknin tengist Trump með beinum hætti vilja margir Demókratar meina að ákvörðun Trumps um að reka Comey hafi byggst að miklu leyti á einmitt henni. Hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, til að mynda vefengt þá fullyrðingu Trumps að honum hafi ekki þótt Comey standa sig nógu vel og að hann hafi íhugað brottreksturinn allt frá því að hann tók við embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
James Comey var rekinn úr stöðu yfirmanns alríkislögreglunnar (FBI) í Bandaríkjunum í vikunni. Er það einungis í annað skipti sem forseti Bandaríkjanna rekur mann úr þeirri stöðu en það gerði Bill Clinton einnig í tilfelli Williams Sessions. Comey hafði gegnt stöðunni síðan árið 2013 en áður var hann meðal annars saksóknari. Hinn tröllvaxni Comey, sem er rúmir tveir metrar á hæð, hefur hins vegar ekki verið óumdeildur í starfi. Tvö stór mál hafa komið inn á borð alríkislögreglunnar sem hafa valdið því að jafnt Demókratar sem Repúblikanar hafa bæði hampað honum og hatað hann. Annars vegar er um að ræða rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Hins vegar er um að ræða rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintum tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Tölvupóstmálið Óumdeilanlega hefur tölvupóstmálið valdið Comey meiri vandræðum en Rússamálið. Stuðningsmenn Trumps, sem og margir aðrir Repúblikanar, eru fullvissir um að Clinton hafi brotið lög þar sem hún var með leyniskjöl á umræddum tölvupóstþjóni. Mátti reglulega heyra köll þeirra á baráttufundum Trumps um að loka ætti Clinton bak við lás og slá. Sjálfur sagði Trump í einum kappræðna forsetaframbjóðendanna að hann myndi sjá til þess að Clinton yrði stungið í steininn. Það reitti stuðningsmenn Trumps, sem og Trump sjálfan, því til reiði þegar Comey tilkynnti í júlí að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð í málinu. Var Comey kallaður „mörður“ og kröfðust margir Repúblikanar þess að hann segði af sér eða yrði rekinn. Nokkrum mánuðum seinna, nánar tiltekið í október og einungis örstuttu fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey að rannsókn á málinu væri hafin á ný vegna þess að nýir tölvupóstar hefðu fundist. Þrátt fyrir að Comey hafi tilkynnt tveimur dögum fyrir kosningarnar að nýju tölvupóstarnir breyttu ekki ákvörðun FBI eru margir Demókratar, til að mynda Clinton sjálf, á þeirri skoðun að tímasetning Comeys hafi kostað hana forsetaembættið. Þá var komið að Demókrötum að kalla eftir afsögn Comeys eða eftir því að Barack Obama, sem þá átti rúma tvo mánuði eftir sem forseti, ræki hann úr embætti. Rússamálið Hitt málið sem um ræðir, og Clinton telur sömuleiðis að hafi kostað sig sigurinn, eru meint afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við framboð Trumps. Segir Comey rannsókn hafa leitt í ljós að Rússar hafi vissulega reynt sitt besta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að það hafi tekist að einhverju leyti. Þar sem rannsóknin tengist Trump með beinum hætti vilja margir Demókratar meina að ákvörðun Trumps um að reka Comey hafi byggst að miklu leyti á einmitt henni. Hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, til að mynda vefengt þá fullyrðingu Trumps að honum hafi ekki þótt Comey standa sig nógu vel og að hann hafi íhugað brottreksturinn allt frá því að hann tók við embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10