Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 20:00 Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira