Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 20:00 Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Í gær setti Margét Inga Gísladóttir inn fyrirspurn á Bakland ferðaþjónustunnar og bað um hugmyndir að ódýrum ferðum fyrir hina sextán ára Emily - sem hefur lengi dreymt um að komast til Íslands. Stúlkan er með sjaldgæfan sjúkdóm, Cystic Fibrosis, eins og eins árs gömul dóttir Margrétar, og eru Margrét og móðir Emily saman í spjalli mæðra barna með sjúkdóminn. Sjúkdómurinn veldur því að lungun eyðileggjast smám saman og er Emily langt leidd af sjúkdómnum. „Þær vildu reyna að koma á meðan hún er ennþá ferðafær. Hún er orðin mjög lasin og er nýlega búin að vera á sjúkrahúsi þar sem hún var mjög veik- þannig að það var hennar draumur að koma hingað," segir Margrét.Margrét hefur fengið um sjötíu svör við færslunni og þar af fjölmörg tilboð um fría þjónustu fyrir mæðgurnar.Margrét fékk ótrúlega góð viðbrögð við fyrirspurninni. Hún hefur fengið tugi svara og skilaboða þar sem ferðaþjónustufyrirtæki bjóða mæðgunum í hinar ýmsu ferðir, til að mynda í hestaferð, jeppaferð, hvalaskoðun og hellaferð. En einnig hefur þeim verið boðin frí gisting og matur, fríar samgöngur og svo mætti lengi telja. Mæðgurnar eru í skýjunum og eiga í vændum eftirminnilega ferð á Íslandi í júlí. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þakkar Emily kærlega fyrir og er hún himinlifandi yfir að geta látið draum sinn rætast. Móðir hennar bendir á að það sé mjög dýrt að fá meðferð og lyf við sjúkdómi Emily úti í Bandaríkjunum. Því hafi hún ekki getað uppfyllt aðrar þarfir Emily og þær hafi lítið milli handanna. „Sem móðir þá er ég svo innilega þakklát fyrir að þið hjálpið mér að gera þennan draum að veruleika," segir hún meðal annars í viðtalinu.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira