Sáttameðferð Helga Vala Helgadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 „Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.“ Svona hljóðar 33. gr. a. liðar barnalaga. Langflestir foreldrar ná að sættast og þá er þetta lítið mál, en við lögmenn fáum til okkar þá sem ekki geta náð sáttum. Sáttameðferð getur borið árangur en í sumum tilvikum eru aðstæður þannig að það er beinlínis óæskilegt að leggja slíka meðferð á aðila. Á Íslandi eru engar undanþágur veittar við þessu ákvæði barnalaga. Þannig þarf einstaklingur sem flýr heimili sitt með börn sín undan ofbeldi og vanvirðingu að undirgangast sáttameðferð áður en hægt er að halda áfram með málin. Hægt er að óska eftir því að þurfa ekki að sitja sáttameðferð í sama herbergi og ofbeldismanneskjan en engu að síður þarf þetta ferli allt að eiga sér stað með tilheyrandi drætti á lausn málsins. Þá er einnig skylda að leita sátta þegar umgengnisforeldri skilar ekki barni heim til sín að lokinni umgengni sem og þegar lögheimilisforeldri tálmar umgengni. Breytir þar engu þó viðkomandi aðilar hafi á undanförnum mánuðum setið sáttameðferð vegna deilu um forsjá, lögheimili eða annað. Sáttameðferð skal fara fram og mánuðirnir líða vegna álags á embættum sýslumanns. Barnið, sem bitist er um, líður þarna fyrir kerfið sem sett var í upphafi með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Kerfið sem í dag er lamað vegna fjárskorts og starfsmannaeklu. Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér. Setja inn undanþáguákvæði, þó ekki væri nema til að létta á lömuðu kerfinu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar