Draymond Green vill alls ekki vera líkt við Charles Barkley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2017 22:30 Draymond Green fagnar. Vísir/Getty Draymond Green er óhræddur við að láta allt flakka, hvort sem það er við samherja, mótherja, áhorfendur eða blaðamenn. Hann mótmælir því hinsvegar harðlega þegar honum er líkt við Sir Charles Barkley. Draymond Green var með 13,8 stig, 9,5 fráköst, 7,5 stoðsendingar og 4,3 varin skot að meðaltali í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Golden State Warrioirs liðið sló út Portland Trail Blazers 4-0. Green þykir líklegur til að vera kosinn besti varnarmaður ársins í NBA-deildinni en þar koma samt fleiri öflugir varnarmenn til greina. Í aðdraganda fyrsta leik Golden State og Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildarinnar var Green spurður hvort hann væri nútímaútgáfan af Sir Charles Barkley. ESPN segir frá. „Alls ekki. Ég er nútíma Draymond Green,“ svaraði Draymond Green og bætti auk þess við nokkrum blótsyrðum til að leggja áherslu á hneykslun sína. Það þó er engin tilviljun að menn fara bera saman þessa tvo kraftframherja og það ætti svo sem ekki að vera slæmt fyrir Draymond Green að vera líkt við Charles Barkley sem er í Heiðurshöllinni. „Chuck sagði ykkur öllum á sínum tíma að hann væri engin fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd mín. Ég var alinn upp í Saginaw í Michigan-fylki og þar er ruslatal hluti af körfuboltanum. Þannig var ég alinn upp og ég þurfti á engum áhrifum að halda frá Charles Barkley,“ sagði Green. „Mary Babers ól mig upp. Í Babers-fjölskyldunni þá segir þú alltaf þína skoðun. Þetta hefur ekkert með Chuck að gera,“ sagði Green. „Ég var enginn Charles Barkley aðdáandi þegar ég var að alast upp með fullri virðingu fyrir honum enda var hann frábær leikmaður. Þegar ég var eldri þá horfði ég hinsvegar á leiki með honum því ég vissi að hann var lítill fyrir sína stöðu og ég vildi sjá hvernig hann leysti það. Ég reyndi að bæta því við minn leik en hann hafði engin áhrif á minn leikstíl,“ sagði Green. NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Draymond Green er óhræddur við að láta allt flakka, hvort sem það er við samherja, mótherja, áhorfendur eða blaðamenn. Hann mótmælir því hinsvegar harðlega þegar honum er líkt við Sir Charles Barkley. Draymond Green var með 13,8 stig, 9,5 fráköst, 7,5 stoðsendingar og 4,3 varin skot að meðaltali í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar Golden State Warrioirs liðið sló út Portland Trail Blazers 4-0. Green þykir líklegur til að vera kosinn besti varnarmaður ársins í NBA-deildinni en þar koma samt fleiri öflugir varnarmenn til greina. Í aðdraganda fyrsta leik Golden State og Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildarinnar var Green spurður hvort hann væri nútímaútgáfan af Sir Charles Barkley. ESPN segir frá. „Alls ekki. Ég er nútíma Draymond Green,“ svaraði Draymond Green og bætti auk þess við nokkrum blótsyrðum til að leggja áherslu á hneykslun sína. Það þó er engin tilviljun að menn fara bera saman þessa tvo kraftframherja og það ætti svo sem ekki að vera slæmt fyrir Draymond Green að vera líkt við Charles Barkley sem er í Heiðurshöllinni. „Chuck sagði ykkur öllum á sínum tíma að hann væri engin fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd mín. Ég var alinn upp í Saginaw í Michigan-fylki og þar er ruslatal hluti af körfuboltanum. Þannig var ég alinn upp og ég þurfti á engum áhrifum að halda frá Charles Barkley,“ sagði Green. „Mary Babers ól mig upp. Í Babers-fjölskyldunni þá segir þú alltaf þína skoðun. Þetta hefur ekkert með Chuck að gera,“ sagði Green. „Ég var enginn Charles Barkley aðdáandi þegar ég var að alast upp með fullri virðingu fyrir honum enda var hann frábær leikmaður. Þegar ég var eldri þá horfði ég hinsvegar á leiki með honum því ég vissi að hann var lítill fyrir sína stöðu og ég vildi sjá hvernig hann leysti það. Ég reyndi að bæta því við minn leik en hann hafði engin áhrif á minn leikstíl,“ sagði Green.
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira