Amman sem fær ekki að hitta barnabörn sín Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2017 13:20 Vigdís: "Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?“ gettys Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira