
Maður, samfélag og trú
Bahá’u’lláh, höfundur bahá’í trúarinnar, hélt því fram um miðja nítjándu öld að þegar áhrif trúar dvíni innra með mönnunum slokkni ljós réttlætis og friðar í heiminum. Sú gullna regla gengur eins og rauður þáður í gegnum trúarbrögð mannkyns, að velferð og lífshamingja felist í því að gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Þessi sýn á gildi náungakærleika og sameiginlega velferð ögrar nú sem aldrei fyrr ýmsum viðteknum hugmyndum sem móta samtímaorðræðu – til dæmis að eigingirni sé drifkraftur hagsældar og framfarir byggist á vægðarlausri samkeppni.
Að meta verðleika einstaklinga á grundvelli eigna og neyslu er framandi trúarlegri hugsun. Boðskapur efnishyggjunnar um efnislega velsæld sem mælikvarða á manngildi gengur þvert á andleg sjónarmið. Hann elur á tilfinningu um persónulega verðskuldun sem verður æ algengari og notar tungutak réttlætis og lýðréttinda til að breiða yfir síngirni og eiginhagsmuni. Hér boðar bahá’í trúin byltingu hugarfarsins. Ekkert réttlætir lengur að reynt sé að viðhalda fyrirkomulagi, reglum og kerfum sem hefur svo hrapallega mistekist að þjóna sameiginlegum hagsmunum alls mannkyns. Brýn þörf er fyrir sameiginlega siðaskrá, trausta umgjörð nýs heimsskipulags þar sem þjóðirnar geta brugðist í sameiningu við aðsteðjandi áföllum.
Hnattrænt samfélag sem endurspeglar einingu þjóða heims og trúarbragða hans er meginatriði í ætlunarverki bahá’í trúarinnar. Þrátt fyrir sundrung og upplausn sem einkenna okkar tíma eru bahá’íar sannfærðir um að eining þjóða heims og nýr skilningur á því sem sameinar trúarbrögð mannkyns muni að endingu spretta úr umrótinu. En þótt eining sé eina varanlega lausnin er hún ekki markmið sem næst þegar búið verður að leysa fjölda annarra meinsemda í félagslegu, pólitísku, efnahagslegu og siðferðilegu lífi með einum eða öðrum hætti. Þessar meinsemdir eru í meginatriðum einkenni og aukaverkanir vandans, ekki sjálf orsökin. Ástæðan fyrir því að þessi sjónarmið njóta ekki fylgis er sú að ósvikin eining í anda og hugsun meðal þjóða heims sem eru jafn ólíkar og raun ber vitni er alls ekki á færi núverandi stofnana þjóðfélagsins.
Siðferðilega tómarúmið sem framkallaði hrylling 20. aldar sýndi að mannshugurinn er kominn að ystu mörkum þess sem hann einn og óstuddur getur lagt af mörkum til að þróa gott og gæfuríkt þjóðfélag, hversu mikill efnislegur auður sem honum stendur til boða. Sjónarhorn trúarinnar á framtíð mannkynsins á því ekkert sameiginlegt með kerfum fortíðar og tiltölulega litla með kerfum nútíðar. Hún höfðar til raunveruleika í erfðamengi hinnar skynigæddu sálar, ef svo má að orði komast. Fyrir tvö þúsund árum var kennt að himnaríki sé „hið innra“ með manninum – hann getur gert það veruleika hér og nú. Bahá’u’lláh hefur kallað mannkynið til þessa andlega arfs. Hann segir að mannkynið sé ein og ósundurgreinanleg lífræn heild – það sé þjáð ýmsum meinsemdum en læknisdómurinn sé „eining allra þjóða hans í einum allsherjar málstað, einni sameiginlegri trú.“
Á þessu ári minnast bahá’íar þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá’u’lláh í Persíu og af því tilefni vilja bahá’íar á Íslandi kynna líf hans og kenningar. Rit Bahá’u’lláh spanna vítt svið félagslegra málefna, allt frá jafnrétti kynþáttanna, afvopnun, jafnrétti kynjanna og allsherjarskyldumenntun til málefna, sem snerta innsta líf mannssálarinnar. Í allmarga áratugi hefur kerfisbundið átak í þýðingum og útgáfu gert meginhluta þessara rita aðgengileg fólki um allan heim á meira enn átta hundruð tungumálum. Nokkur helstu þeirra eru aðgengileg á íslensku.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar