Helgi Pé og frú flutt til Danmerkur Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 08:16 Helgi Pétursson segir það ekki svo að hann sé að flýja land vegna aðgerðarleysis stjórnvalda gagnvart kröppum kjörum eldri borgara. Það standi einfaldlega til að hafa gaman. visir/anton „Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
„Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira