Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2017 19:00 Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Heilbrigðismál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira